
Þetta skemmtilega jólaverkefni er ættað frá Noregi þar sem upphafsmaður þess, söngvaskáldið Geirr Lystrup, gaf út bók og geisladisk fyrir tveimur áratugum síðan og nú hefur efnið verið fært í íslenskan búning. Sagan um Mæju mey og barnið, byggð á gömlum helgisögnum og ævintýrum, gerist í vetrarríki á norðurslóðum. Inn í söguna fléttast sextán söngljóð sem eru samin við rússnesk þjóðlög.
Bókinni fylgir geisladiskur með tónlistinni.
Flytjendur: Aðalsteinn Ásberg, Þorgerður Ása og Sönghópurinn við Tjörnina undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, auk hljómsveitar. Einnig hægt að hlusta á tónlistina hér: https://open.spotify.com/album/3ZZvxN0tWpDjLejxVOQTAe…
Bókin kemur einnig út sem tónskreytt hljóðbók: https://www.storytel.com/is/is/books/stjarnan-%C3%AD-austri-2079256
Verð: 4.200,-