
Þeir sem pöntuðu nýju smáprósana eftir Gyrði Elíasson, Þöglu myndirnar og Pensilskrift, voru skráðir í lukkupott og einn heppinn kaupandi hlaut myndverk eftir höfundinn. Sá heppni í þessum leik var Birgir Jóhannsson, en Gyrðir afhenti honum myndina og útgefandinn tók þess skyndimynd af þeim á stéttinni fyrir utan höfuðstöðvar Dimmu.
Bækurnar eru nú komnar til flestra áskrifenda og styttist í að þær verði til sölu í bókabúðum.