Gyrðir hlýtur Maístjörnuna

Gyrðir Elíasson hlýtur ljóðabókaverðlaunin Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2023, DULSTIRNI / MEÐAN GLERIÐ SEFUR. Verðlaunin voru afhent í dag í Þjóðarbókhlöðunni, en að þeim standa Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn.

Sýning á verðlaunaverkinu og öðrum verkum skáldsins var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni af þessu tilefnu.

Færðu inn athugasemd