Blátt ljós

Blátt ljós úr smiðju saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar  er sjálfstætt framhald disksins Blárra blatt_ljos_lowresskugga sem kom út 2007og hlaut frábærar viðtökur. Sami kvartett leikur hér, en hann skipa auk Sigurðar framverðir elstu starfandi kynslóðar íslenskra jazztónlistarmanna, þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur. Þess má geta að Bláir skuggar voru tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem jazzplata ársins 2007 og Sigurður Flosason hlaut verðlaunin sem jazzleikari ársins. Á nýja diskinum eru níu lög, öll eftir Sigurð, en þau voru samin sérstaklega fyrir þessa hljómsveit og einstaklingana sem hana skipa. Tónlistin er blúskennd og byggir að nokkru leyti á gamalli hefð samruna jazz og blústónlistar. Diskurinn var tekinn upp í hljóðveri FÍH í júní og september 2007. Hljóðritun annaðist Hafþór Karlsson. Útlitshönnun var í höndum Vilborgar Önnu Björnsdóttir og diskinn prýða ljósmyndir eftir Guðmund Albertsson og Nökkva Elíasson.

Færðu inn athugasemd