Saxófónn og orgel

Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson hafa átt gjöfult samstarf um margra ára skeið og hljóðritað á áratug fjóra geisladiska með sálmum og ættjarðarlögum. Að auki hefur komið út sálmaúrval undir heitinu Icelandic Hymns.

SÁLMAR LÍFSINS 

Sálmar lífsins kom fyrst út hjá Máli og menningu árið 2000, en ný útgáfa  leit dagsins ljós FIL322hjá Dimmu 2005. Þar með hófst einstakt samspil saxófóns og orgels, sem hreif áheyrendur svo um munaði og platan hlaut afbragðs viðtökur.

Sálmar lífsins markaði upphaf samstarfs þeirra Sigurðar og Gunnars og hlaut afbragðs góðar viðtökur þegar hún kom fyrst út árið 1999. Um hana sagði m.a.í gagnrýni að tónlistin og flutningurinn væri „með eindæmum hrífandi” og annars staðar var talað um „gulli sleginn sálmaspuna”.

SÁLMAR JÓLANNA

Önnur plata þeirra  Sigurðar Flosasonar (saxófónn) og Gunnars Gunnarssonar (orgel) ber heitið Sálmar jólanna. Hér er um að ræða gullfallega og spennandi plötu með frábærum flytjendum og túlkun þeirra á þekktum jólasálmum og – lögum er afar fjölbreytileg og hrífandi.

Efni:
1. Nú kemur heimsins hjálparráðSalmar jolanna
2. Ó Jesúbarn blítt
3. Í Betlehem er barn oss fætt
4. Jólasveinar ganga um gólf
5. Heims um ból
6. Sjá himins opnast hlið
7. Maríukvæði
8. Bjart er yfir Betlehem
9. Hátíð fer að höndum ein
10. Það aldin út er sprungið
11. Gjör dyrnar breiðar
12. Með gleðiraust og helgum hljóm
13. Nú árið er liðið

DRAUMALANDIÐ

Þriðja plata Sigurðar og Gunnars kom út 2004, en þá tóku þessir margrómuðu listimenn til við að skoða íslensk ættjarðarlög í óvæntu ljósi. Það má með sanni segja að hér fari saman tónsmíðar og túlkun sem á erindi jafnt innan lands sem utan. Ný útgáfa Draumlandsins kom sumarið 2013.

Efni:
Rís þú, unga Íslands merki (Sigfús Einarsson)DIM 13_Draumalandid2013
Lýsti sól (Jónas Helgason)
Nótt – Ný ríkir kyrrð í djúpum dal (Árni Thorsteinsson)
Íslands hrafnistumenn (Emil Thoroddsen)
Draumalandið (Sigfús Einarsson)
Gefðu að móðurmálið mitt (þjóðlag)
Hver á sér fegra föðurland (Emil Thoroddsen)
Land míns föður (Þórarinn Guðmundsson)
Ísland er land þitt (Magnús Þór Sigmundsson)
Úr útsæ rísa Íslandsfjöll (Páll Ísólfsson)
Fylgd (Sigurður Rúnar Jónsson)
Þótt þú langförull legðir (Sigvaldi Kaldalóns)
Lofsöngur – Ó, Guð vors lands (Sveinbjörn Sveinbjörnsson)

SÁLMAR TÍMANS

Fjórði diskur tvíeykisins Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og Gunnars Gunnarssonar salmar_timans_cover_litilorganista er kominn út og nefnist Sálmar tímans  og kom út haustið 2010.  Á diskinum er að finna 13 útsetningar Gunnars og Sigurðar á ólíkum sálmalögum, en spuni er sem fyrr miðlægur í nálgun dúósins.  Sálmar tímans er nokkurskonar sjálfstætt framhald af Sálmum lífsins, en eins og þar er hér spunnið um ólíka sálma, innlenda og erlenda, gamla og nýja, vinsæla og lítt þekkta.

ICELANDIC HYMNS

Valið efni af þremur fyrri sálmadiskum þeirra félaga, Sálmum DIM 60_Iclandic Hymnslífsins (2000), Sálmumjólanna (2001) og Sálmum tímans (2010), en allir voru þeir hljóðritaðir í  Hallgrímskirkju sem prýðir umslag plötunnnar. Á nýja diskinum eru 12 útsetningar Gunnars og Sigurðar á ólíkum sálmalögum, en spuni er sem fyrr miðlægur í sálmanálgun dúósins.  Þetta úrval kom út sumarið 2013, en allir diskar þeirra félaga hafa notið fádæma vinsælda og fengið frábæra dóma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s