Dimma

stofnuð 1992

Kaupfélag

Dimma Kaupfélag er bókaklúbbur þar sem félagsmönnum býðst að kaupa úrvalsbókmenntir á lægra verði en gengur og gerist. Það eina sem þú þarft að gera er að óska eftir aðild að kaupfélagi Dimmu og senda nafn og kennitölu á netfangið dimma@dimma.is

Aðildin felur ekki í sér kaupskyldu, en þér mun berast sérstakt inngöngutilboð og að auki bjóðast 4 útgáfubækur árlega á einstöku verði.

Fyrsta útgáfubókin á þessu ári verður kynnt í mars, önnur í  maí, sú þriðja í ágúst og fjórða í október.

Þar sem Dimma hefur um árabil lagt metnað sinn í að gefa út bæði bókmenntir og tónlist, geta kaupfélagsmenn einnig vænst þess að fá ómótstæðileg tilboð á völdum hljómplötum.

Allir sem vilja stuðla að aukinni fjölbreytni í íslenskri útgáfuflóru geta lagt sitt af mörkum með því að ganga til liðs við kaupfélag Dimmu.