Ljóð og ljósmyndir

Eyðibýli í ljóðum, ljósmyndum og tónlist

Árið 2004 kom út bókin Eyðibýli með ljóðum Aðalsteins Ásbergs og ljósmyndum Nökkva Abandoned FarmsElíassonar. Bókin kom jafnhliða út á ensku með titilinum Abandoned Farms. Mál og menning gaf bækurnar út og þær fengu góðar viðtökur og seldust upp á skömmum tíma. Í dómi um útgáfuna sagði m.a.:  „Samspil mynda og ljóða er því á allan hátt einstaklega vel heppnað, mynd og texti mynda órjúfanlega fallega heild. Myndirnar lifna með ljóðunum og taka á sig hin fjölbreytilegustu blæbrigði, meðan ljóðin eflast og stillast innanum myndir af rökkursögu íslenskra sveita.“  (Úlfhildur Dagsdóttir)

Það sem hverfur_lítilÁrið 2009 kom svo út hljómplatan Það sem hverfur, tónlist Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins úr Eyðibýlum. Sigurði til fulltingis á plötunni eru söngvararnir Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson, ásamt Kjartani Valdimarssyni, sem leikur á píanó , hljómborð, orgel, harmóníkku og hljóðgerfla, og Matthíasi Hemstock á trommur, slagverk , trommuheila og náttúruhljóð. Tónsmíðarnar á plötunni eru af ýmsum toga og hreint ekki af ómenguðum jazzrótum heldur taka mið af sígildri tónlist, poppi og þjóðlögum, en allt rennur það á vissan hátt saman í bræðingi sem hæfir ljóðunum og skapar um leið magnaða stemmningu.

Ný og aukin útgáfa bókarinnar kom svo út hjá Uppheimum árið 2011, að þessu sinni tvímála útgáfa sem ber heitið Hús eru aldrei ein / Black Sky. Hús eru aldrei ein_kápa

Viðfangsefnið – eyðibýli víðs vegar um Ísland – býr yfir miskunnarlausri fegurð hnignunar sem þeir fanga í myndir og orð með einstökum hætti. Bergmál horfinna tíma og þess lífs sem var á tvímælalaust erindi við nýja öld. Tregablandin ljóðin kallast á við áhrifamiklar myndir sem vakið hafa verðskuldaða athygli víða um heim, líkt og ljóðin sem þýdd hafa verið á fjölda tungumála.

Black-Sky-175x175_2013Þriðja útgáfan af verkinu frá 2013 er í smækkuðu formi,úrval ljóða og mynda úr tvímála útgáfunni, en nú einungis á ensku og heitir því einfaldlega Black SkyVanishing Iceland.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s