2016

Agnar Már Magnússon – SVIF (DIM 71)

Frumsamin ný tónlist eftir Agnar Má Magnússon sætir ætíð tíðindum meðal jazzunnenda.

Verkið nefnist Svif og var hljóðritað í Salnum í Kópavogi í byrjun júní. Ásamt Agnari Má,  sem leikur á píanó, leika þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og  Scott McLemore á trommur. dim-72_svif

Kjartan Kjartansson sá um hljóðritun, hljóðblöndun og hljómjöfnun á plötunni, en hönnun umslags var í höndum Högna Sigurþórssonar. 

 

Agnar Már hefur allt frá árinu 2001 verið í fremstu röð íslenskra jazztónlistarmanna en það ár sendi hann frá sér diskinn 01. Meðal helstu hljóðritana hans á síðustu árum eru Láð frá 2007, Kvika frá árinu 2009 og tvöfaldi hljómdiskurinn Hylur 2012, en fyrir tónsmíðarnar á honum hlaut höfundurinn Íslensku tónlistarverðlaunin. Á síðasta ári kom út nótnaheftið Þræðir með 16 píanóverkum tónskáldsins.

 

Verð: 2.500,-

 

Andrés Þór – YPSILON (DIM 72)

 

Gítarleikarinn og tónsmiðurinn Andrés Þór sendir frá sér fimmtu plötu sína um þessar mundir. Platan dim-73_ypsilonnefnist Ypsilon og á henni leika ásamt Andrési þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Ari Hoenig á trommur. Á plötunni eru 9 frumsamin verk eftir Andrés Þór.

Tónlistin á Ypsilon er fjölbreytt og sver sig í ætt við fyrri verk höfundarins. Síðasta plata Andrésar, Nordic quartet, kom út 2014 bæði hérlendis og í Þýskalandi og hlaut afbragðs viðtökur og Mónókróm frá 2012 var m.a. tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.  

 

Andrés Þór er í fremstu röð íslenskra jazzgítarleikara og frumsamið efni hans hefur hlotið góðar viðtökur. Á undanförnum árum hefur hann auk sólóverkefna leikið með mörgum þekktum listamönnum og komið fram á tónleikum um allt land, auk þess að leika á þekktum erlendum tónleikastöðum í Noregi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg og á Spáni.

 

 Verð: 2.500,-

 

Bambaló – ÓFELÍA (DIM 73)DIM 74 Bambalo_Ófelía

 

Kristjana Stefáns er löngu landskunn söngkona á jazzvísu, en Ófelía er fyrsta frumsamda platan sem hún sendir frá sér og notar listamannsnafnið Bambaló. Á plötunni eru 11 ný lög, öll eftir Kristjönu, en textarnir eru ýmist eftir hana eða Berg þór Ingólfsson. Kristjana og Daði Birgisson útsettu efnið, en upptökustjórn og hljóðblöndun annaðist Daði Birgisson. Hljómjöfnun: Mandy Parnell

Kristjana Stefáns syngur og leikur á píanó, rhodes píanó og Moog hljóðgervil, Daði Birgisson leikur á bassa, synthabassa og hljóðgervla, Daníel Helgason á gítara, Kristinn Snær Agnarsson og Bassi Ólafssona sjá um trommur og slagverk, og Pétur Sigurðsson leikur á Kontrabassa. Þá syngur Arnar Guðjónsson dúett með Kristjönu í laginu „For all time“ og Svavar Knútur syngur raddir í þremur lögum.

Gunnar Víðir Þrastarson hannaði umslag.

Verð: 2.500,-