2015

Sigurður Flosason – LADY DAY (DIM 70)DIM 70 Lady Day

Geisladiskurinn „Lady Day“ er gerður í tilefni af aldarafmæli söngkonunnar Billie Holiday en hún hefði orðið 100 ára 7. apríl 2015. Auk Sigurðar Flosasonar saxófónleikara skipa jazztríóið þeir Eyþór Gunnarsson á píanó og danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman. Þetta sama tríó hefur áður sent frá sér tvo geisladiska með þekktum jazzlögum, sem hlutu afar góðar viðtökur og lofsamlega dóma, „Himnastiginn“ 1999 og „Djúpið“ 2001. 

Upptökur fóru fram í Stúdíó Sýrlandi í Vatnagörðum í júní 2014 og var hljóðvinnsla og eftirvinnsla í höndum Hafþórs Karlssonar. Sigríður Hulda Sigurðardóttir hannaði útlit.

Verð: 2.500,-

Svavar Knútur – BROT (DIM 71)DIM 71 Brot

Fjórða sólóplata Svavars Knúts nefnist BROT. Á henni eru tíu frumsamin lög, en einnig kveður við svolítið annan tón en á fyrri plötum hans, því útsetningar eru fjölbreyttari og margir hljóðfæraleikarar koma við sögu þótt hinn tæri einfaldleiki sem Svavar Knútur er þekktur fyrir fái líka að njóta sín. Þau Markéta Irglóva, Kristjana Stefáns og Maríus Ziska syngja dúetta með Svavri Knúti í þremur ólókum lögum, en stjórn upptöku annaðist Stefán Örn Gunnlaugsson. Brot var hljóðrituð sumarið 2015 og kemur samtímis út á Íslandi og í Þýskalandi þar sem Svavar Knútur á vaxandi vinsældum að fagna.

Verð: 2.500,-

Svavar Knútur í nýjum LP útgáfum

kvöldvaka_LP  Amma_LP  Ölduslóð_LP

DIMLP 004 BROT

Hinar vinsælu plötur Svavars Knúts eru nú loksins komnar út á vínyl. Þetta eru KVÖLDVAKA, AMMA og ÖLDUSLÓÐ, ásamt nýju plötunni BROT.  Í tilefni útgáfunnar fengu þessar skífur nýtt útlit, en Dagbjört Lilja Svavarsdóttir gerði forsíðumyndirnar einsog á fyrri útgáfum. Að auki er komin út ný 4ra laga EP plata, gefin út með heitinu Songs of Weltschmerz, Waldeinsamkeit and Wanderlust, en sú fæst reyndar líka í formi geisladisks.

Verð á LP –  3.000,-
Verð á stuttskífu:  2.000,-
Verð á stutt-geisladiski:  1.200,-SvavarKnútur_EP2015  (DIM 69)