2014

Sigurður Flosason – BLÁTT LÍF (DIM 63)DIM 62 Blátt líf_fors

Á þessari skemmtilegu og fjölbreyttu plötu eru 11 ný lög eftir Sigurð, samin á undanförnum misserum, en platan á sér nokkurn aðdraganda í formi fyrri verka. Bláir skuggar og Blátt ljós eru diskar sem Sigurður gaf út 2007 og 2008; blúskennd, gamaldags  jazztónlist með Hammondorgelið miðlægt. Árið 2011 kom svo Sálgæslan, sungin útfærsla sömu hugmyndar. Blátt líf er því einhverskonar áframhald af því verkefni sem upphaflega var til gamans gert en hefur síðan undið rækilega upp á sig.Auk Sigurðar sem leikur á saxófón leikur Þórir Baldursson á hammond orgel, Einar Scheving á trommur og Jacob Fischer á gítar, en hann er einn fremsti jazzgítarleikari Dana.

Verð: 2.500

Andrés Þór – NORDIC QUARTET (DIM 64)DIM 64 Nordic quartet

 „Thor paints a wide musical picture. The mood is gentle and blue, with whispery saxophone and memorable mournful melodies. If there is such a thing as an Icelandic blues this is it.“   ****  Jakob Baekgaard – All about Jazz

Gítarleikarinn góðkunni, Andrés Þór, sendi í sumarbyrjun frá sér 4. plötu sína sem nefnist Nordic Quartet.  Á henni leika ásamt honum þeir Anders Lønne Grønseth á saxófóna og bassaklarinett, Andreas Dreier á kontrabassa og Erik Nylander á trommur. Hér er því sannkallaður norrænn kvartett á ferð, en á plötunni eru 9 frumsamin verk eftir Andrés Þór. Eins og áður, þegar Andrés Þór á í hlut, er um fjölbreytta tónlist að ræða, en þessi kvartett kom einmitt fram á jazzhátíð í Reykjavík 2012 og hlaut þar afbragðs viðtökur.

Verð: 2.500

Gunnar Gunnarsson – SKÁLM & STEF (DIM 65)

Sígrænar og grípandi plötur – ómissandi í safnið!Skalm_og_Stef_digipack_02

Fyrstu einleiksplötur Gunnars Gunnarssonar, Skálm og Stef, í nýrri sameinaðriútgáfu. Hér leikur hann í svonefndum skálm-stíl þar sem gerir píanistanum kleift að vera sjálfum sér nógur og halda aleinn uppi bassagangi, hljómagangi, ryþma, auk laglínu, milliröddum og skrauti. Stíllinn er ættaður bæði úr klassískri tónlist og ragtime, og gerir sama gagn og heil ryþmasveit í öðru samhengi. Tveir diskar með 36 íslenskum og erlendum lögum.

Verð: 3.000

Sigurður Flosason & Kristjana Stefánsdóttir – Í NÓTTINNI (DIM 66)

14 jazzlög Sigurðar Flosasonar við ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.DIM 66 Í nóttinni

Um er að ræða nokkurs konar framhald af tvöföldu plötunni Hvar er tunglið? frá árinu 2006, sem hlaut afar góðar viðtökur. Kristjana Stefáns-dóttir syngur, en hún söng einmitt öll lögin á tvöföldu plötunni um árið. Sigurður Flosason leikur á saxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Tónlistin er samin við ljóð frá ríflega þremur áratugum og er af ólíkum toga einsog lög gera ráð fyrir.

Verð: 2.500

Gunnar Gunnarsson – 525 (DIM 67)DIM 67 525_Forsida

Gunnar Gunnarsson píanóleikari fer hér á kostum og honum til fulltingis eru Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Þessi nýi diskur ber keim af fyrri verkum Gunnars, sem hlotið hafa afbragðS móttökur. Hér kveður þó við annan tón þar sem leitað er í sjóð islenskrar sálmatón-listar og allar útsetningar eru nýjar, gerðar af Gunnari sjálfum. Á plötunni eru m.a. lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Þórðarson, Pál Ísólfsson, Sigurð Sævarsson, Sigurð Flosason, Tómas R. Einarsson og Þorkel Sigurbjörnsson.

Verð: 2.500

Sigurður Flosason – TVEIR HEIMAR (DIM 68)

DIM 68 Tveir heimar

Saxófónleikarinn Sigurður Flosason flytur þrjú tónverk sem samin voru sérstaklega fyrir hann og eru í flokki verka sem stundum eru kennd við „þriðja strauminn“, hugtak sem haft er um samruna jazz og klassískrar tónlistar; tveggja strauma sem mynda hinn þriðja. Verkin þrjú eru Changing Times eftir Árna Egilsson, Skuggar af skýjum eftir Áskel Másson og Að leikslokum eftir Gunnar Reyni Sveinsson.

Verð: 2.500

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s