2008

ISLANDSKE BARNESANGER (DIM 32)

Safn íslenskra barnasöngva sem eiga það sameiginlegt að vera runnir undan rifjum höfunda barnabóka. Ljóð og lög eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson, Pétur Gunnarsson, Olgu Guðrúnu Árnadóttir, Ólaf Hauk Símonarson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Norskar þýðingar á söngtextunum fylgja með. Sjálfstæð útgáfa með smásagnasafninu KULENS SIDE.

Verð: 1.500

Bergþóra Árnadóttir – HEILDARÚTGÁFA (DIM 33)FIL53

Safn 5 geisladiska sem spanna feril vísnasöngkonunnar Bergþóru Árnadóttur. Úgáfan hefur að geyma allar helstu hljóðritanir Bergþóru sem út komu á árunum 1977 – 1987, en auk þess tónleikaupptökur og lög af safnplötum – samtals rúmlega 100 lög. Í veglegum, myndskreyttum bæklingi rekur Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarferil Bergþóru, en hún var á sínum tíma eitt fremsta söngvaskáld þjóðarinnar og lengi vel eina konan því sviði. Hljóðvinnsla vegna endurútgáfunnar var í höndum Bjarna Braga Kjartanssonar, útlit og umbrot annaðist Birgitta Jónsdóttir.

UPPSELD!

Sigurður Flosason – BLÁTT LJÓS (DIM 34)blatt_ljos_lowres

Ný plata úr smiðju saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar nefnist Blátt ljós og er sjálfstætt framhald disksins Blárra skugga sem kom út 2007og hlaut frábærar viðtökur. Sami kvartett leikur hér, en hann skipa auk Sigurðar framverðir elstu starfandi kynslóðar íslenskra jazztónlistarmanna, þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur. Þess má geta að Bláir skuggar voru tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem jazzplata ársins 2007 og Sigurður Flosason hlaut verðlaunin sem jazzleikari ársins. Á nýja diskinum eru níu lög, öll eftir Sigurð, en þau voru samin sérstaklega fyrir þessa hljómsveit og einstaklingana sem hana skipa. Tónlistin er blúskennd og byggir að nokkru leyti á gamalli hefð samruna jazz og blústónlistar. Diskurinn var tekinn upp í hljóðveri FÍH í júní og september 2007. Hljóðritun annaðist Hafþór Karlsson. Útlitshönnun var í höndum Vilborgar Önnu Björnsdóttir og diskinn prýða ljósmyndir eftir Guðmund Albertsson og Nökkva Elíasson.

Verð: 2.000

Hraun – SILENT TREATMENT (DIM 35)

DIM35_COV_72

Önnur plata hljómsveitarinnar Hrauns. Hér er ferðalaginu frá eymd til endurlausnar haldið áfram. Silent Treatment var að mestu leyti tekin upp í frystihúsi Arnarklóar á Seyðisfirði þar sem Hraunliðar komu sér fyrir nokkra kalda daga í nóvember. Á plötunni eru 10 lög, þar á meðal Dansa, Thunderball og  Silent Treatment.

Verð: 2.000

Kristjana Stefáns – BETTER DAYS BLUES (DIM 36)Kristjan_forsida_low

Á plötunni eru 13 lög, þar af 3 frumsamin lög eftir söngkonuna sjálfa. Með Kristjönu leika þeir Agnar Már Magnússon á pianó og hammondorgel, Ómar Guðjónsson á gítar, Scott McLemore á trommur, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Vignir Þór Stefánsson á pianó, Sigurður Flosason á altósaxófónn og Ari Bragi Kárasson á trompet.  Hljóðritun fór fram í Hljóðveri FÍH. Aron Þór Arnarson hljóðritaði. Umslag hannaði Gunnar Víðir Þrastarson.

Verð: 2.000

gungun_hrim72dpiGunnar Gunnarsson – HRÍM (DIM 37)

Á þessari plötu leikur píanistinn Gunnar Gunnarsson þjóðlega íslenska tónlist, en honum til fulltingis eru þrír kontrabassaleikarar, þeir Tómas R. Einarsson, Gunnar Hrafnsson og Jón Rafnsson. Hrím er í sama anda og hin vinsæla plata Gunnars, Húm, sem kom út fyrir þremur árum. Þjóðlög og lög eftir íslensk tónskáld, þ.á.m. Nú vil ég enn í nafni þínu, Vísur Vatnsenda-Rósu, Klementínudans, Tunglið, tunglið, taktu mig! og Sofðu unga ástin mín og Austan kaldinn á oss blés. Hrím var hljóðrituð í Hljóðveri FÍH í júní 2008. Hljóðritun annaðist Hafþór Karlsson. Vandaður bæklingur með ljósmyndum Nökkva Elíassonar og upplýsingum á íslensku og ensku fylgir plötunni. Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði umbúðir.

Verð: 2.000

Sigurður Flosason og Sinfóníuhljómsveit Íslands – SPUNAKONSERTAR  (DIM 38)sigflo_sinfo_72dpi

Hér kemur saxófónleikarinn Sigurður Flosason fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands í tveimur einleikskonsertum, sem báðir voru skrifaðir sérstaklega fyrir hann. Verkin eru Rætur, konsert fyrir saxófón og hljómsveit eftir Veigar Margeirsson, kvikmyndatónskáld í Kaliforniu og Zones fyrir saxófón og sinfóníska strengjasveit eftir sænska jazztónlistarmanninn Ulf Adåker. Þess má geta að verk Veigars byggir að hluta á íslenskum þjóðlagastefjum. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands en upptökurnar voru gerðar í Háskólabíói 2003 (Zones) og 2008 (Rætur). Báðir konsertarnir krefjast umtalsverðs spuna af hálfu einleikarans, en slíkt er mjög óvenjulegt. Hér mætir jazz klassík, spuni skrifuðu tónmáli og ný tónlist gamalli. Óhætt er að fullyrða að hér eru um að ræða afar metnaðarfullt verkefni sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri tónlistarsögu. Sigurður Flosason er fjórfaldur handhafi íslensku tónlistarverðlaunanna og frumflutningur Róta fékk fimm stjörnu dóm í Morgunblaðinu.

Verð: 2.000

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s