2007

Quatropedic – ÚR SKEL (DIM 25)dim_25_medium

Geisladiskur með Kára Árnasyni og félögum, sem leika frumsamda jazztónlist. Ásamt Kára, sem leikur á trommur, eru flytjendur og höfundar úr fremstu röð íslenskra jazztónlistarmanna; Sigurður Flosason á altó-saxófón, Ómar Guðjónsson á gítar og Agnar Már Magnússon á hammond-orgel. Diskurinn var gefinn út til styrktar Umönnunarsjóði Árna Ibsens og rann allur ágóði af sölu hans beint í sjóðinn.
UPPSELD!

Hraun – I CAN´T BELIEVE IT´S NOT HAPPYNESS

(DIM 26)dim_26_umslag_medium

Fyrsti geisladiskur þessarar rómuðu hljómsveitar, en meginheimspeki hennar felst í því að vera dálítið eins og hraun, þ.e. gróft, drynjandi, einfalt, heitt og á hreyfingu. Þannig einskorðar hljómsveitin sig ekki við eina tegund tónlistar heldur reynir að halda sig við upprunalegan tilgang tónlistar, að hreyfa við fólki á einn eða annan hátt.  Svavar Knútur, söngur, kassagítar og píanó, Guðmundur Stefán, söngur, rafgítar og kassagítar, Hjalti Stefán, söngur og flauta, Jón Geir, söngur, trommur og ásláttur og Loftur Sigurður, bassi og söngur.

UPPSELD!

Agnar Már Magnússon – LÁÐ (DIM 27)FIL32

Agnar Már Magnússon píanóleikari  sýnir hér á sér nýja og spennandi hlið með frumsömdum tónsmíðum sem vísa beint og óbeint í íslensk þjóðlög.

Meðleikarar Agnars Más á Láði eru þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur, auk blásarasveitar sem skipuð er Sigurði Flosasyni á alt flautu, Stefáni Jóni Bernharðssyni á franskt horn, Rúnari Óskarssyni á bassaklarinett og Rúnari Vilbergssyni á fagott.

Verð: 2.000

Bonsom – BONSOM (DIM 28)

BonSom var samstarfsverkefni Andrésar Þórs  gítarleikara, Eyjólfs Þorleifssonar FIL317saxófónleikara Þorgríms Jónssonar kontrabassaleikara og Scotts McLemore trommuleikara. Hljómsveitin kom fyrst saman til að leika á Jazzhátíð Reykjavíkur 2006. Fljótlega setti BonSom sér það markmið að blanda saman rokki, pönki og þjóðlagatónlist og útfæra fyrir hefðbundið jazzcombo. Þegar að því kom að semja tónlist lögðu allir sitt af mörkum og var skiptingin nokkuð jöfn. Þrátt fyrir það hefur hljómsveitin náð að skapa samræmdan og sérstæðan hljóm með samspili og útsetningum. Eftir vel heppnaða tónleika á Café Rósenberg þar sem BonSom vakti mikla athygli fyrir kraftmikla og ferska spilamennsku var ákveðið að hljóðrita efnið til útgáfu.

Verð: 1.500

Sólrún Bragadóttir & Sigurður Flosason

– DÍVAN OG JAZZMAÐURINN (DIM 29)dim_29_diva_ny_medium

Óperusöngkonan Sólrún Bragadóttir og jazzsaxófónleikarinn Sigurður Flosason fara hér á kostum. Á diskinum flytur dúóið, án frekari undirleiks, þekkt klassísk íslensk sönglög í eigin útsetningum. Höfundar laganna eru Árni Thorsteinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Karl O. Runólfsson, Páll Íslólfsson, Sigfús Einarsson, Sigurður Þórðarson og Sigvaldi Kaldalóns. Einnig er á diskinum að finna nokkur þjóðlög, auk stemmninga sem byggja á algerlega frjálsum spuna beggja flytjenda.

Verð: 1.500

Sigurður Flosason – BLÁIR SKUGGAR (DIM 30)DIM 30 Blairskuggar

Hér er á ferðinni blúskennd jazztónlist úr smiðju saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Á diskinum kemur fram nýr kvartett Sigurðar, en hann skipa auk Sigurðar framverðir elstu starfandi kynslóðar íslenskra jazztónlistarmanna, þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur.

Á diskinum eru níu lög, öll eftir Sigurð, en þau voru samin sérstaklega fyrir þessa hljómsveit og einstaklingana sem hana skipa. Tónlistin er blúskennd og byggir að nokkru leyti á gamalli hefð samruna jazz- og blústónlistar. Þess má geta að jazzgagnrýnandi Morgunblaðsins, Vernharður Linnet, skrifaði afar lofsamlegan dóm um fyrstu tónleika hljómsveitarinnar undir fyrirsögninni „geggjað stuð“.

Verð: 2.000

Olga Guðrún – KVÖLDFRÉTTIR (DIM 31)dim_31_kvoeldfrettir_vefuppl_medium

Um þessar mundir eru liðnir þrír áratugir frá fyrstu útgáfu Kvöldfrétta, LP plötu þar sem Olga Guðrún flutti lög og texta Ólafs Hauks Símonarsonar. Nú koma Þessi skemmtilegi geisladiskur sem á sínum tíma þótti nokkuð róttækur er loksins kominn út á geisladiski, þremur áratugum eftir útgáfuna á LP plötu. Þegar Kvöldfréttir komu út höfðu Ólafur Haukur og Olga Guðrún þegar slegið í gegn með barnaplötunni Eniga meniga, sem notið hefur fádæma vinsælda alla tíð síðan.

Kvöldfréttir féllu á vissan hátt í skugga barnatónlistar Ólafs Hauks Símaonarsonar, en eflaust muna þó margir eftir lögunum Keflavíkurvegurinn, Allar leiðir, Karl Marx, Victor Jara o.fl.
Útsetningar og upptökustjórn Kvöldfrétta annaðist Karl Sighvatsson og margir þekktir hljóðfæraleikaar komu við sögu, þ.á.m. Tómas Tómasson, Þórður Árnason, Ragnar Sigurjónsson, Áskell Másson og Egill Ólafsson.

Verð: 1.500

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s