1992 – 2004

Á árunum 1992 – 2004 var útgáfan í mótun og útgáfur fremur strjálar, en hér birtast þær í öfugri tímaröð. Sumar eru uppseldar, en aðrar hafa verið endurútgefnar og er að finna með útgáfum á seinna útgáfuári:

Guðrún Gunnarsdóttir – EiNS OG VINDURINN (2004) – DIM 14dim_14_umslag_medium

Önnur sólóplata Guðrúnar Gunnarsdóttur hefur að geyma átta lög og texta eftir Valgeir Skagfjörð auk tveggja norskra laga úr smiðju þeirra Lars og Kari Bremnes við texta eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Útsetningar og stjórn upptöku var í höndum Guðmundar Péturssonar sem auk þess leikur á gítar.Aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru: Róbert Þórhallsson á bassa, Jóhann Hjörleifsson á trommur og slagverk, Sigurður Flosason á saxófón og klarinett, Kjartan Valdimarsson á píanó og Berglind Björk Jónasdóttir syngur bakraddir í nokkrum lögum.

Verð: 1.500

Sigurður Flosason & Gunnar Gunnarsson – DRAUMALANDIÐ (2004) – DIM 13dim_13_draumalandid_medium

Framúrskarandi samleikur á orgel og saxófón þar sem margrómaðir listamenn skoða íslensk ættjarðarlög í óvæntu ljósi. Fyrri útgáfur þeirra félaga, Sálmar lífsins og Sálmar jólanna, hafa hlotið afbragðs viðtökur og hér fara þeir sannarlega á kostum. Tónsmíðar og túlkun sem á erindi jafnt innan lands sem utan.

ENDURÚTGEFIN 2013!

Anna Pálína & Draupner – SAGNADANS (2004) – DIM 12Sagnadans

Anna Pálína Árnadóttir og sænska þjólagatríóið Draupner flytja hluta af íslenskum þjóðlagaarfi í nýjum búningi. Um er að ræða danskvæði sem eiga það sammerkt við fornsögurnar að höfunda er aldrei getið. Í endursköpun sagnadansanna er haft að leiðarljósi að koma ljóðunum vel til skila en einnig að dansinn sé undirliggjandi þannig að skemmtunin og krafturinn sem þessi menningarfjársjóður býr yfir skili sér sem best. Anna Pálína, söngur, Tomas Lindberg, gítar, mandóla og búsúkí, Görgen Antonsson, fiðla, Henning Andersson, fiðla og Pétur Grétarsson, slagverk. Á plötunni eru þjóðlög og nýrri lög sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir hafa samið við fornkvæðin. Vésteinn Ólason prófessor ritar formála og allir textar eru birtir á íslensku og í enskri þýðingu Bernards Scudder. Efni: 1. Harmabótarkvæði 2. Tristrams kvæði 3. Ásu kvæði 4. Húfan dýra 5. Sætröllskvæði 6. Tófu kvæði 7. Kóngssona kvæði 8. Kvæði af Ólafi liljurós 9. Draumkvæði.

ENDURÚTGEFIN 2009!

Gunnar Gunnarsson – DES (2003) – DIM 11Des-thumb-384x345-56

Einstök píanóplata í skálm-stíl með sígildum jólalögum, íslenskum og erlendum, þ.á.m. eru Nóttin var sú ágæt ein, Hin fyrstu jól, Julekveldsvise, Sleðaferðin, The Christmas Song, Yfir fannhvíta jörð og Heims um ból. Aðventu- og jólatóntónlist í einkar áheyrilegum útsetningum Gunnars. Sannarlega tímabær viðbót við fyrri plöturnar, Skálm og Stef.

ENDURÚTGEFIN 2013!

Guðrún Gunnarsdóttir – ÓÐUR TIL ELLYJAR (2003) – DIM 10dim_10_odur_til_ellyjar_medium

Hér er að finna úrvalslög sem Guðrún Gunnarsdóttir flutti á samnefndum minningartónleikum um Elly Viljálms. Lögin eru flutt í anda Ellyjar við undirleik hljómsveitar, en hana skipa: Eyþór Gunnarsson, píanó, Sigurður Flosason, saxófónar, klarinett, þverflauta og slagverk, Birgir Bragason, kontrabassi, Erik Qvick, trommur og Eyjólfur Kristjánsson, gítar. Þá syngja Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir bakraddir í nokkrum lagannna. Sérstakur gestasöngvari á plötunni er Stefán Hilmarsson sem syngur með Guðrúnu dúettana Ramónu og Ástarsorg.

UPPSELD!

Anna Pálína Árnadóttir – GUÐ OG GAMLAR KONUR (2002) – DIM 9Gud_og_gaml

Lög úr ýmsum áttum, norræn, frönsk, amerísk og íslensk. Sum þeirra hafa verið lengi á efnisskrá Önnu Pálínu og flestir söngtextanna eru eftir Aðalstein Ásberg. Hér leika með Önnu Pálínu samstarfsmenn hennar til margra ára þeir Gunnar Gunnarsson á hammondorgel, píanó og rhodes, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Kristinn Árnason á gítar og Pétur Grétarsson á trommur og slagverk. Efni: Guð Skammlausa gamla konan Vorið kom Aðeins vísnasöng (Har du visor min vän?) Vandkvæði (Trubbel) Enginn jafnast á við þig (Kjærlighetsvisa) Sara og Klara Stormskers-Mæja Það var eitt sinn Í sal hans hátignar Náttúrubarn (Nature Boy) Rósin (The Rose). Platan var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2002.

Verð: 1.500

Anna Pálína & Aðalsteinn Ásberg – BULLUTRÖLL (2000) – DIM 8

Óbeint framhald af Berrössuð á tánum. Hér er leitað á þjóðleg mið og sungið um tröll og huldufólk, umskipting, krumma og alls kyns hjátrú. Flytjendur: Anna Pálína, Aðalsteinn Ásberg, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson, Pétur Grétarsson, Sigrún Eðvaldsdóttir og fleiri. Lög og ljóð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.  Myndir: Sigrún Eldjárn.

Verð: 2.000

 

Gunnar Gunnarsson – STEF (1999) – DIM 7STEF

Hinn einstaki píanóleikari Gunnar Gunnarsson fylgir hér eftir metsöluplötunni Skálm. Á STEFJUM skálmar hann áfram af sama listfengi og fyrr. Íslensk og erlend lög sem allir kunna að meta. „Hljómasetning Gunnars er smekkleg og hann fer hvergi yfir strikið í „snarstefjun“ á djassvísu, enda hentar slík spilamennska ekki í þessari útfærslu að mínu mati. STEF er með öðrum orðum hinn eigulegasti diskur og hentar vel við ýmis tækifæri. (Sv. G. – Mbl. 24.12.1999)

ENDURÚTGEFIN ásamt SKÁLM 2014!

Anna Pálína Árnadóttir – BLÁFUGLINN (1999) – DIM 6FIL198

Áður óbirt söngljóð Jónasar Árnasonar við þekkt djasslög. Gamalkunnur og góður djass í íslenskum búningi. Anna Pálína ásamt Gunnari Gunnarssyni, Jóni Rafnssyni, Pétri Grétarssyni og Sigurði Flosasyni. „…fallegur hljómdiskur, sem rifjar upp gamla tíma og rómantík – víða með ferskri og fínni sveiflu. Og mjög ánægjulegt að kynnast áður óbirtum söngtextum Jónasar, sem gætu reyndar ekki verið eftir annan höfund.“ (Oddur Björnsson – Mbl. 18.11.1999)

UPPSELD!

Anna Pálína & Aðalsteinn Ásberg – BERRÖSSUÐ Á TÁNUM (1998) – DIM 5Berrössud_kápa_stor

Hin sívinsæla barnaplata sem lagði grunninn að velgengni Önnu Pálínu og Aðalsteins á sviði barnatónlistar. Krúsilíus, Argintæta, Snigillinn, Hákarlinn og allir hinir vinir okkar. Platan hlaut viðurkenningu IBBY á Íslandi 1999.  Flytjendur: Anna Pálína, Aðalsteinn Ásberg, Gunnar Gunnarsson, Pétur Grétarsson og Gunnar Hrafnsson. Myndskreytingar eftir Sigrúnu Eldjárn.

Verð: 2.000

Gunnar Gunnarsson – SKÁLM (1996) – DIM 4FIL315

Skálm er íslenska heitið yfir píanóstílinn „stride“, þar sem píanóleikarinn er sjálfum sér nógur og heldur einn uppi bassagangi, hljómagangi, ryþma, laglínu milliröddum og skrauti.   „Í heildina er Skálm þægileg hlustun, átakalaus og léttleikandi, sumir mundu sjálfsagt vilja afgreiða hana sem góða „dinnermúsík“ en það er einföldun, hún ristir dýpra.“ (HK – DV 8.11.1996)

Endurútg. 1999

ENDURÚTGEFIN ásamt STEF 2014!

 

Anna Pálína og Aðalsteinn Ásbeg – FJALL OG FJARA (1996) – DIM 3Fjall_og_fjara

Þessi plata hlaut einróma lof þegar hún kom út. Norrænn vísnadjass eins og hann gerist bestur. Flytjendur ásamt Önnu Pálínu og Aðalsteini Ásberg eru Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson, Pétur Grétarsson, Daníel Þorsteinsson, Kristinn Árnason og Szymon Kuran. Efni: Sól, mín sól (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Til Samarkand (Thorstein Bergman/Hjörtur Pálsson) Fegurðin (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Nóttin er okkar (Dany Brillant/ Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Miðsvetrartangó (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Drekavísur (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Fjall og fjara (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Konusöngur um karlmennina (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Fölnuð lauf (Joseph Kosma/Jacques Prevert/Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Tvö ein í tangó (Bjarne Amdahl/Alf Prøysen/Loftur Guðmundsson) Barnagæla (Yves Duteil/ Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Söngur hafsins (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Verð: 1.700

Anna Pálína & Gunnar Gunnarsson – VON OG VÍSA (1994) – DIM 2Vonogvísa_frumutg

Önnur platan sem Anna Pálína hljóðritaði. Með henni hófst jafnframt gjöfult samstarf hennar við Gunnar Gunnarsson sem lék á öllum plötum hennar eftir það. Á plötunni eru þekktir sálmar settir í nýstárlegan búning og með réttu má segja að Von og vísa hafi verið undanfari margra seinni tíma hljóðritana með sálmatónlist í nýjum búningi.

ENDURÚTGEFIN 2005!

Anna Pálína & Aðalsteinn Ásberg – Á EINU MÁLI (1992) – DIM 1FIL231

Fyrsta plata Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Frumsamin og norræn, djassskotin vísnatónlist. Hér er að finna nokkrar af helstu perlum norrænnar vísnatónlistar. Flytjendur ásamt Önnu Pálínu og Aðalsteini Ásberg eru: Þórir Baldursson, Tómas R. Einarsson, Pétur Grétarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Gísli Helgason, Reynir Jónasson, Szymon Kuran, Sigurður Halldórsson og Eiríkur Örn Pálsson.

UPPSELD!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s