Dimma

stofnuð 1992


Skrifa athugasemd

Þetta er Alla tilnefnd

ÞETTA ER ALLA eftir Jon Fosse í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar hefur verið tilnefnd til FOSSE_Alla_xwÍslensku þýðingarverðlaunanna ásamt fimm öðrum skáldverkum.

Í umsögn dómnefndar segir:

Jon Fosse er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna, afkastamikill skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og leikskáld. Þetta er Alla segir frá lífi, dauða og missi í litlu húsi við norskan fjörð. Sagan gerist í hugarflæði og spannar í senn fáeinar klukkustundir og margar kynslóðir. Fortíð og nútíð renna saman í löngum málsgreinum sem flæða eins og öldur og draga lesandann inn í heim sögunnar. Þetta er Alla er fimmta bók Jons Fosse sem kemur út í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Þýðing Hjalta virkar áreynslulaus, á látlausu máli sem fellur vel að efni og inntaki sögunnar.


Skrifa athugasemd

UMBRA – Sólhvörf

Ný plata með Umbru hefur litið dagsins ljós. Sólhvörf heitir hún og hefur að geyma 11 DIM 81 Sólhvörfíslensk og evrópsk jólalög, flest frá miðöldum. Útsetningar eru nær allar að hætti Umbru, en hana skipa Alexandra Kjeld, Arngerður María Árnadóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Gestaleikarar á Sólhvörfum eru Matthías M.D. Hemstock og Þórdís Gerður Jónsdóttir.

Vetrarsólstöður eða sólhvörf er sá tími ársins þegar sólargangurinn er stystur og nóttin lengst. Frá og með þessum tímamótum, sem hefur verið tilefni hðátíðahalda á norðurhveli jarðar frá örófi alda, birtir smám saman til.

Áður hefur Umbra sent frá sér plötuna Úr myrkrinu sem hlaut frábæra dóma og viðtökur.


Skrifa athugasemd

Dvergasteinn – ný útgáfa

Verðlaunabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson er komin út í þriðja sinn, en hún kom fyrst út árið 1991. Sagan hefur allar götur síðan notið mikilla vinsælda og m.a. í tvígang verið gefin út á hljóðbók, auk þess að vera þýdd og gefin út á fjölda tungumála. Nýju útgáfuna prýða upphaflegar teikningar eftir Erlu Sigurðardóttur.

Dvergasteinn KápaHúsið hennar ömmu Karólínu heitir Dvergasteinn. Í garðinum á bakvið það er líka stór og dularfullur steinn sem ber sama nafn. Þegar Ugla heimsækir ömmu sína verður hún margs vísari og gamalt leyndarmál verður til þess að hún kemst í kynni við íbúa steinsins.

 


Skrifa athugasemd

Meira af Rummungi ræningja

Rummungur ræningi er aftur kominn á kreik og hefur numið ömmu á brott. Nú eru Meira af Rummungi ræningja forsíðagóð ráð dýr. Kasper, Jobbi og Fimbulfúsi yfirvarðstjóri eiga ekki margra kosta völ, en vonandi tekst þeim að hafa hendur í hári þessa óskammfeilna svikahrapps.

Önnur bókin af þremur um Rummung ræningja sem hefur heillað lesendur í meira en hálfa öld og birtist nú í fallegri afmælisútgáfu. Höfundurinn Otfried Preußler var á sinni tíð einn vinsælasti barnabókahöfundur Þýskalands. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.


Skrifa athugasemd

Guðrún Gunnars – EILÍFA TUNGL

Ný plata með Guðrúnu Gunnars er komin út. Lög og ljóð eru að hluta eru samin DIM 80 Eilífa tunglsérstaklega fyrir hana, en að auki eru fáeinir erlendir söngvar með nýjum íslenskum textum. Hljóðfæraleikarar: Ásgeir Ásgeirsson, gítar og tamboura, Gunnar Gunnarsson píanó og rhodes, Hannes Friðbjarnarson, trommur og slagverk, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi. Svavar Knútur syngur dúett með Guðrúnu í einu lagi og Þórdís Gerður Jónsdóttir leikur á selló í öðru.

Fyrri sólóplötur Guðrúnar eru: Óður til Ellyjar (2003), Eins og vindurinn (2004), Umvafin englum (2008) og Cornelis Vreeswijk (2009).


Skrifa athugasemd

Svavar Knútur – Ahoy! Side A

Ný plata með Svavari Knúti er komin út og í verslanir. Ahoy! Side A nefnist hún, en tvö DIM 79 SVAVAR AHOY Frontlög af henni hafa þegar notið mikilla vinsælda á Rás 2. Platan kom út fyrir skemmstu í Þýskalandi og hefur hlotið mjög góðar viðtökur þar.  Auk Svavars Knúts, sem syngur og leikur á gítar, ukulele og píanó, eru meðal flytjenda Daníel Helgason á gítar, Örn Ýmir Arason á bassa, Steingrímur Teague á píanó og hljómborð og Bassi Ólafsson á trommur, slagverk og hljóðgervla.


Skrifa athugasemd

Eftirbátur – skáldsaga eftir Rúnar Helga Vignisson

Ægir leitar að sjómanninum föður sínum eftir að bátur hans finnst mannlaus út af Vestfjörðum. Leitarleiðangrar Ægis vekja spurningar um faðernið sjálft í þessum harðbýla heimshluta. Hver er hinn raunverulegi faðir og hvað mótaði hann? Er nauðsynlegt að þekkja söguna til að vita hver maður er? Þetta vefst fyrir Ægi sem lifir og hrærist í núi auglýsingaheimsins og veit „andskotann ekkert um fortíðina“. Í leit sinni fer hann vítt og breitt um stórbrotna náttúru og sögu Vestfjarða þar sem rætur hans sjálfs liggja. Á sama tíma eru teikn á lofti í fjölskyldulífinu og brestir komnir í hina hefðbundnu karlmennskuímynd. 
 
Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér skáldsögur og smásagnasöfn sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og viðurkenningar. Fyrir síðustu bók sína, Ást í meinum, hlaut hann Menningarverðlaun DV. Hann er einnig afkastamikill og verðlaunaður þýðandi, auk þess að hafa um árabil haft veg og vanda af ritlistarnámi við Háskóla Íslands.