BERRÖSSUÐ Á TÁNUM eftir Aðalstein og Sigrúnu

Haustið 1995 stökk kötturinn Krúsilíus alskapaður út úr höfði höfundarins og á eftir fylgdu ótal söngvar sem rötuðu til hlustenda og áhorfenda á öllum aldri í eftirminnilegum flutningi Önnu Pálínu og Aðalsteins Ásbergs.

Nú er komin út glæsileg 25 ára afmælisútgáfa þar sem söngljóð Aðalsteins og myndir Sigrúnar Eldjárn fá að njóta sín til fulls. Bullutröllin, Eldurinn, Hákarlinn, Umskiptingurinn, Kóngulóin og allar hinar persónurnar eru enn í fullu fjöri.

ÓTRYGG ER ÖGURSTUNDIN – Guðmundur Andri

Guð­mundur Andri Thors­son sendir frá sér geisla­diskinn Ótrygg er ögurstundin þar sem hann syngur eigin ljóð við frum­samin lög. Í viðtali í Fréttablaðinu segir sögnvaskáldið meðal annars: „Lögin eru öll hæg, trega­full og angur­vær en það er ekki endi­lega vegna þess að ég sé svona trega­fullur heldur allt eins vegna hins, að ég spila svo hægt á gítar.“