Dimma 30 ára

Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá því að Dimma hóf útgáfustarfsemi og af því tilefni bjóðum við 30% afslátt af öllum bókum og tónlist í forlagsbúðinni á Óðinsgötu 7.

Í maí 1992 komu út tvær fyrstu bækur forlagsins, ljóðabækurnar Draumkvæði eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Tré hreyfa sig hægt eftir norska skáldið Paal-Helge Haugen. Skömmu síðar leit fyrsta hljómplata útgáfunnar dagsins ljós.

Útgáfan var með smáu sniði í upphafi, en vatt síðan upp á sig og nú eru titlarnir orðnir talsvert á þriðja hundrað, þar á meðal 150 bækur af ýmsu tagi og um 100 hljómplötur.

Frá upphafi hefur Dimma lagt áherslu á ljóð, smásögur, skáldsögur og barnabækur eftir innlenda og erlenda höfunda, en að auki gefið út listaverkabækur, fræðirit, hljóðbækur og nótnabækur. Í tónlistinni ber helst að nefna vísna- og þjóðlagatónlist, hina sívinsælu barnatónlist og fjölbreytta flóru jazztónlistar.  

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s