SAGÐI MAMMA og SAGÐI SÁLFRÆÐINGURINN MINN
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði

Óvenjulegt og gáskafullt ljóðasafn þar sem hversdagsleg heilræði eru sett í broslegt samhengi. Efnið kemur kunnuglega fyrir sjónir því margt er líkt með mæðrum og sonum hvar sem er í heiminum. Ást og umhyggja eru auðvitað af hinu góða, en stundum virðist samt of langt gengið.
Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2001, hlaut rífandi viðtökur og birtist nú í þriðju útgáfu. Ljóð höfundarins hafa ratað víða og bækur hans átt miklum vinsældum að fagna bæði í heimalandinu og annars staðar.
Verð: 3.000,-

Bandaríska skáldið Hal Sirowitz fylgdi metsölubókinni Sagði mamma eftir með þessari bráðfyndnu og einstöku bók. Hér úir og grúir af svörtum húmor og hin óborganlega mamma er ætíð í nánd til að gefa góð ráð eða gagnrýna. Eins bregður pabba fyrir með sín föðurlegu heilræði og kaldhæðni. Samtölin við sálfræðinginn eru þó í fyrirrúmi og vandamálin sem snúast flest um flókin samskipti kynjanna.
Sagði sálfræðingurinn er þriðja bókin eftir Hal Sirowitz á íslensku. Sagði mamma (2001) og Sagði pabbi (2006) hlutu báðar einstaklega góðar viðtökur.
Verð: 3.000,-