Í rauðum loga er titillinn á fyrsta geisladisk Þorgerðar Ásu. Á honum eru 11 lög, ýmist frumsamin eða aðfengin, en þar á meðal eru nokkur norræn lög með nýjum íslenskum textum. Smáskífan Þú munt sjá á eftir mér sem kom út í september ásamt samnefndu myndbandi hefur hlotið afar góðar viðtökur. Meðal höfunda sem eiga efni á plötunni eru Aðalsteinn Ásberg, Eivør Pálsdóttir, Mats Paulson, Iðunn Steinsdóttir, Lasse Tennander og Barbara Helsingius. Ásamt Þorgerði Ásu syngja þau Álfgrímur Aðalsteinsson og Vigdís Hafliðadóttir í þremur lögum. Útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir í Safnahúsinu við Hverfisgötu 29. október næstkomandi.