Agnar Már hefur sent frá sér nýjan geisladisk sem telst vera sjöunda sólóplatan hans. Mór er á þjóðlegum nótum, en aðeins tvö laganna eru frumsamin af Agnari Má, hin eru íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum hans. Auk Agnars sem leikur á píanó, leika þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Þeim til fulltingis er síðan blásarasveit, skipuð Stefáni Þór Bernharðssyni á horn, Frank Hammarin á horn, Asbjørn Ibsen Bruun á horn og Nimrod Ron á túbu.