Dimma

stofnuð 1992

Þrjár nýjar ljóðaútgáfur

Skrifa athugasemd

      Sjö ljóð_300dpi      Þaðan sem við horfum_300dpi      Kennsl_300dpi

Þrjár ljóðabækur eru nýkomnar út í tilefni af heimsókn þriggja skálda til Íslands. Ljóðaþrennan ber heitið Bréf til Íslands – Letters to Iceland, ritstjórar eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Ástráður Eysteinsson.

Sjö ljóð – Paul Muldoon

Paul Muldoon fæddist á Norður-Írlandi árið 1951. Hann hóf skáldferil sinn um tvítugt og hefur sent frá sér um þrjá tugi ljóðabóka. Meðal fjölmargra viðurkenninga sem honum hafa hlotnast eru Pulitzer-ljóðaverðlaunin, Griffin-verðlaunin og hin virtu T.S. Eliot-verðlaun. Muldoon er gjarnan talinn fremsta írska ljóðskáld þeirrar kynslóðar sem kom á eftir Nóbelskáldinu Seamus Heaney en honum tengdist Muldoon vinaböndum. Í ljóðum sínum fléttar Muldoon gjarnan saman vísunum í forna og nýja menningarheima og beinir sjónum norður á bóginn. Í þessu ljóðakveri lítur hann meðal annars til Íslands tvennra tíma. Muldoon hefur verið búsettur vestanhafs um árabil og er ljóðlistarkennari við Princeton-háskólann.

Ljóðin í þessari tvímála útgáfu eru ný af nálinni og hafa ekki áður birst í bókarformi.

Sjón íslenskaði

Þaðan sem við horfum – Simon Armitage

Simon Armitage fæddist árið 1963 í Marsden, nálægt borginni Huddersfield í Jórvíkurskíri  á Englandi. Hann býr og starfar skammt frá þessum æskuslóðum sínum. Hann er ljóðskáld og höfundur leikrita, ferðabóka og skáldsagna, auk þess að vera þýðandi sígildra verka og fornenskra bókmennta á nútímaensku. Árið 1994 fetaði hann ásamt Glyn Maxwell í fótspor W.H. Auden og Louis MacNeice á Íslandi, og svöruðu þeir bókinni Letters From Iceland (1937) með verki sínu Moon Country. Ennfremur er Armitage textahöfundur og söngvari hljómsveitarinnar The Scaremongers og hefur kennt ritlist við marga virta háskóla beggja vegna Atlantsála. Simon Armitage hefur hlotið fjölda merkra verðlauna fyrir skáldskap sinn í hinum enskumælandi heimi og var nýverið útnefndur lárviðarskáld Bretlands.

Í þessari tvímála útgáfu birtast ljóð úr nokkrum af bókum hans og einnig þýðing á prósatextanum „Norður“.

Sigurbjörg Þrastardóttir íslenskaði

 

Kennsl – Lavinia Greenlaw

Lavinia Greenlaw fæddist í London árið 1962 og hefur lengstum verið búsett þar. Hún hefur verið í fremstu röð enskra ljóðskálda á síðustu áratugum, en auk ljóða samið skáldsögur, óperutexta og úrvarpsleikrit. Hún er menntuð í myndlist og listfræði og hefur skrifað um tónlist og samið hljóðverk. Þessi fjölhæfni í miðlun og ígrundun um mismunandi skynjun og næmi setur víða svip sinn á ljóðaheim hennar. Í bókinni Questions of Travel (2011) kallast hún á við valin brot úr dagbókum Williams Morris úr Íslandsför hans. Norðrið leitar víðar fram í verkum hennar, meðal annars í því úrvali ljóða sem hér birtist undir heitinu Kennsl. Lavinia Greenlaw er margverðlaunaður rithöfundur. Hún er einnig eftirsóttur kennari í ritlist og hefur um árabil starfað á því sviði við virta háskóla.

Í þessari tvímála útgáfu birtast ljóð úr nokkrum af bókum hennar.

Magnús Sigurðsson íslenskaði

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s