Dimma

stofnuð 1992

Hending með Agnari Má og Lage Lund

Skrifa athugasemd

Agnar Már Magnússon tónskáld og píanóleikari sendir nú frá sér nýjan geisladisk með með frumsaminni jazztónlist.  Ber sá nafnið Hending og var hljóðritaður á vordögum í hljóðverinu Systems Two í Brooklyn, New York. Um er að ræða samleik Agnars Más og norska gítarleikarans Lage Lund, sem hefur um árabil starfað vestanhafs með mörgum af þekktustu jazztónlistamönnum samtímans. Á Hendingu er 9 lög, öll eftir Agnar Má.

Um hljóðritun, hljóðblöndun og hljómjöfnun á plötunni sá Mike Marciano, en hönnun umslags var í höndum Högna Sigurþórssonar.

Agnar Már hefur allt frá árinu 2001 verið í fremstu röð íslenskra jazztónlistarmanna en það ár sendi hann frá sér diskinn 01. Meðal helstu hljóðritana hans á síðustu árum eru Láð (2007), Kvika (2009) og tvöfaldi hljómdiskurinn Hylur 2012, en fyrir tónsmíðarnar á honum hlaut Agnar Már Íslensku tónlistarverðlaunin. Árið 2016 kom út Svif, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Einnig hefur Agnar Már gefið út nótnabókina Þræði með 16 píanóverkum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s