Dimma

stofnuð 1992

Birtan yfir ánni

Skrifa athugasemd

Nýtt safn ljóðaþýðina eftir Gyrði Elíasson

Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík GE_Birtan_yfir_anni_XXen endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðlistin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.

Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei áður ratað hingað til lands. Greinargott höfundatal fylgir í bókarlok.

Gyrðir Elíasson hefur tvívegis hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir ljóðaþýðingar sínar, árið 2011 fyrir safnið Tunglið braut inn í húsið og 2014 fyrir Listin að vera einn eftir japanaska skáldið Shuntaro Tanikawa.

Birtan yfir ánni er 382 bls. innbundin.

Högni Sigurþórsson hannaði kápu, en kápumyndin er eftir Gyrði Elíasson.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s