Dimma

stofnuð 1992

Þrjár nýjar ljóðabækur

Skrifa athugasemd

Út eru komnar þrjár nýjar ljóðabækur:

SUMARTUNGL eftir Aðalstein Ásberg Sigurðssonsumartungl
Ný ljóð úr smiðju þessa fjölhæfa skálds sem hefur sent frá sér ljóð, söngljóð, sálma og fjölda ljóðaþýðinga. Sumartungl er 10. ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, sem rær enn sem fyrr á gjöful mið orða og athafna, þar sem jafnvægis er leitað milli hamingju og harms, ástar og trega.

VERÖLD NÝ OG GÓÐ eftir Magnús Sigurðssonverold-hly-og-god

Magnús Sigurðsson er eitt af fremstu ljóðskáldum sinnar kynslóðar. Blanda af ljóðum og stuttum prósum um manninn í náttúrunni og náttúruna í manninum, þar sem kallast á kímni og alvara. Veröld hlý og góð er fimmta frumsamda ljóðabók höfundar, sem hlotið hefur afbragðsdóma og verðlaun fyrir verk sín.

UMMYNDANIR SKÁLDSINS OG FLEIRI LJÓÐ
eftir Willem M. Roggeman í ummyndanir-skaldsinsíslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar skálds.

Willem M. Roggeman er einn af þekktari höfundum Belga og hefur sent frá sér  ljóð, ritgerðir, endurminningar, leikrit og viðtalsbækur og verk hans verið þýdd á fjölda tungumála. „Ummyndanir skáldsins fara fram í tungumálinu og sköpunarmáttur þess knýr þær áfram. Skáldið skapar ljóðheim sinn en með hverju nýju ljóði breytist sá heimur og skapar nýtt skáld“, segir í eftirmála þýðandans.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s