Dimma

stofnuð 1992

Ný bókatvenna eftir Gyrði Elíasson

Skrifa athugasemd

Tvær nýjar bækur eftir Gyrði Elíasson eru komnar út.

Langbylgja  –  smáprósarLangbylgja cover

Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða. Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.  Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.

270 bls. innb.

Síðasta vegabréfið – ljóðVEGABREFID_COV_02

Gyrðir Elíasson sendi frá sér fyrstu ljóðabók bók sína, Svarthvít axlabönd, árið 1983 en fyrsta skáldsaga hans, Gangandi íkorni, kom út 1987. Í aldarþriðjung hefur hann fengist við flestar greinar skáldskapar og verk hans hlotið verðlaun og viðurkenningar, auk þess að vera þýdd og gefin út víða um heim. Síðasta vegabréfið er 15. frumsamda ljóðabók Gyrðis, en úrval ljóða úr fyrri bókum hans kom út haustið 2015.

94 bls.  innb.

Högni Sigurþórsson hannaði útlit bókanna, en þær prýða myndir eftir höfundinn sjálfan.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s