Dimma

stofnuð 1992

Þríleikur Jons Fosse allur kominn út

1 athugasemd

Hinn rómaði þríleikur eftir Jon Fosse, sem hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir sl. haust, er nú allur kominn út á íslensku í vandaðri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Saman mynda Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja magnaða heild sem hverfist um lífskjör fátæks fólks í Noregi á árum áður.

Jon Fosse_Andvaka

Jon Fosse_Draumar ÓlafsJon Fosse_Kvöldsyfja

Jon Fosse (f. 1959) er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en 40 tungumálum, leikverk hans sviðsett meira en þúsund sinnum og Fosse unnið til fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis. Allt frá fyrstu bók sinni, skáldsögunni Rautt, svart árið 1983, hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur,
ljóðabækur, barnabækur og ritgerðasöfn ─ samtals nær 40 bækur.

Á síðasta ári kom sagan Morgunn og kvöld út hjá Dimmu í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, en einnig hafa nokkur verk eftir Fosse verið sett á svið hérlendis, þ.á.m. Sumardagur var sýndur í Þjóðleikhúsinu 2006, unglingaleikritið Purpuri hjá leikhópnum Jelenu í Loftkastalanum sama ár.

Þríleikurinn er  í þremur samstæðum kiljum með innábroti.

Högni Sigurþórsson hannaði bókarkápu.

Ummæli um “Þríleikur Jons Fosse allur kominn út

  1. Bakvísun: Bækur, 16. mars 2018 – Leslistinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s