Dimma

stofnuð 1992

Milli trjánna í nýrri útgáfu

Skrifa athugasemd

Verðlaunabók Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, er komin út í nýrri og vandaðri kiljuútgáfu. Milli trjánna_kilja2016Bókin var fyrst gefin út árið 2009 hjá Uppheimum, en fyrir verkið hlaut Gyrðir síðan Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011.

Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna sem sverja sig í ætt við önnur verk Gyrðis. Bókin hefur verið þýdd og gefin út víða og borið hróður höfundarins milli landa. Í bókinni bregður fyrir ýmis konar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum, auk þeirrar ísmeygilegu fyndni sem margir kannast við úr verkum hans. Sögurnar eru þess eðlis að þær má lesa oftar en einu sinni og eins víst að lesandinn uppgötvi eitthvað nýtt í hvert skipti. Ómissandi verk í heimilisbókasafnið að margra áliti.

Milli trjánna er 259 bls. Högni Sigurþórsson hannaði bókarkápu, en hana prýðir mynd eftir höfundinn.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s