Dimma

stofnuð 1992

Svavar Knútur BROT

Skrifa athugasemd

Fjórða sólóplata Svavars Knúts er komin út og nefnist BROT. Á henni eru tíu frumsamin lög, m.a. titillagið sem hefur á DIM 71 Brotundanförnum vikum verið að klífa vinsældalista Rásar 2 og er komið í 4. sætið á útgáfudegi plötunnar. Á þessari nýju plötu kveður við svolítið annan tón en á þeim fyrri, útsetningar eru fjölbreyttari og margir hljóðfæraleikarar koma við sögu þótt hinn tæri einfaldleiki sem Svavar Knútur er þekktur fyrir fái líka að njóta sín. Þau Markéta Irglóva, Kristjana Stefáns og Maríus Ziska syngja dúetta með Svavri Knúti í þremur ólókum lögum, en stjórn upptöku annaðist Stefán Örn Gunnlaugsson. Brot var hljóðrituð sumarið 2015 og kemur samtímis út á Íslandi og í Þýskalandi þar sem Svavar Knútur á vaxandi vinsældum að fagna.

Einsog á fyrri sólóplötum Svavars Knúts er það dóttir hans, Dagbjört Lilja, sem myndskreytir umslagið og má geta þess að um er að ræða gjörólíkt myndefni fyrir geisladisk annars vegar og vínylplötu hins vegar. Högni Sigurþórsson hannaði útlit.

Fyrri sólóplötur Svavars Knúts hafa hlotið afbragðs viðtökur, Kvöldvaka (2009), Amma (2010) og Ölduslóð (2012). Fyrr á árinu komu þær allar út á vinyl í nýjum umbúðum og einnig kom stuttskífan Songs of Weltschmertz, Waldeinsamkeit and Wanderlust út í maí síðastliðnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s