Dimma

stofnuð 1992

Líf á meðal villimanna

Skrifa athugasemd

Líf á meðal villimanna nefnist íslensk þýðing Gyrðis Elíasonar á bók JACKSON_XYW
bandaríska höfundarins Shirley Jackson, sem varð á sínum tíma víðfræg fyrir smásöguna The Lottery en síðar sendi hún frá sér vinsælar skáldsögur sem oftar en ekki sóttu í arf hryllingsbókmennta.

Í þessari heillandi sögu kveður þó við allt annan tón. Sögusviðið er smábær í Vermont-fylki og dregin er upp mynd af kostulegu heimilislífi bandarískrar barnafjölskyldu um miðbik síðustu aldar.

Líf á meðal villimanna er sérstæð frásögn sem lætur lítið yfir sér í fyrstu. Undir lygnu yfirborði ísmeygilegrar gamansemi leynist hárfín ádeila á mannlegt samfélag.

Shirley Jackson (1916-1965) fæddist í San Fransiskó og ólst upp í Kaliforníu. Hún byrjaði snemma að skrifa ljóð og sögur, en vakti fyrst verulega athygli fyrir smásöguna The Lottery sem birtist árið 1948, skömmu eftir að fyrsta skáldsaga hennar hafði litið dagsins ljós. Shirley Jackson var vel metinn og vinsæll höfundur. Hún hlaut verðlaun og viðurkenningar fyrir margar af smásögum sínum en meðal þekktustu skáldsagna hennar eru We Have Always Lived in the Castle og The Haunting of Hill House. Eftir þeirri síðarnefndu hafa verið gerðar tvær kvikmyndir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s