Dimma

stofnuð 1992

Suðurglugginn kominn út í Noregi

Skrifa athugasemd

Nýjasta skáldsaga Gyrðis Elíassonar, Suðurglugginn, er komin út á norsku í þýðingu Oskars Vistdal. Forlagið Bokvennen gefur Suðurglugginn_bokvennenút, en það hefur frá 2011 verið ötult við að gefa verk Gyrðis út í Noregi. Þýðingin er á nýnorsku og nefnist Utsyn frå Sørglaset.

Suðurglugginn kom fyrst út 2012 og hlaut afbragðs dóma, auk tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það árið. Bókin er sú fimmta eftir Gyrði sem kemur út á norsku, en fyrsta bók hans sem kom út í Noregi var Svefnhjólið árið 1993.

Í Suðurglugganum segir frá rithöfundi sem fær lánað hús í grennd við lítið sjávarpláss til að skrifa bók, en gengur ekki sem skyldi að vinna að verkinu. Sagan er skifuð í dagbókarformi og skiptist í fjóra hluta eftir árstíðum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s