Dimma

stofnuð 1992

Tilnefningar og góðir dómir

Skrifa athugasemd

K tríó og Sigurður Flosason hlutu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hljómplata K tríós, K_trio_Meatball_evening_lítilMeatball Evening, sem kom út hjá Dimmu í júní, er tilnefnd sem hljómplata ársins í flokki jazz- og blústónlistar. Kristján Tryggvi Martinsson, forsprakki tríósins, er einnig tilnefndur sem höfundur ársins í flokki jazz- og blústónlistar og lag hans Strokkur af plötunni er tilnefnd sem tónverk ársins í sama flokki.

 

 

Plata Sigurður Flosasonar, Nightfall, sem hann gerði með danska hammondorgelleikaranum Kjeld NightfallLauritsen og kom út snemma árinu hjá Storyville, hlaut einnig tilnefningu  sem hljómplata ársins og Sigurður er ennfremur tilnefndur sem tónlistarflytjandi ársins í flokki jazz- og blústónlistar. Dimma dreifir Nightfall  á Íslandi.

 

Anno 2013_litil  Anno 2013 – frumraun Kristjáns Hrannars – hlaut       afar lofsamlegan dóm í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þar sagði Gunnar Dofri Ólafsson m.a.  „Í heild er platan skemmtileg og áhugaverð frumraun manns sem virðist í einhvers konar uppgjörshugleiðingum við sjálfan sig og aðra. Í því er hún bæði falleg og einlæg og jafnframt skemmtileg tónsmíð.“

Nýjasta plata Andrésar Þórs, Mónókróm, sem Dimma gaf út 2012, en kom nýverið út í Þýskalandi hjá Nordic Notes, fékk góða dóma i tímaritinu Hör – Tonträger, þar sem m.a. segir að tónlistin sé óvenjuleg þegar litið er til þess sem Nordic Notes stendur fyrir og minni meira á það sem hin þekkta útgáfa ECM standi fyrir.   „Die kontemplativen und jazzigen Elemente dominieren und DIM53ziehen den Hörer in ein magisches musikalisches Ambiente, das offensichtlich mit der isländischen Landschaft korrespondiert. Hier gibt es was zu entdecken – kann man nichts falsch machen. Sehr lässig!“  Einkar áheyrilegt!  

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s