Dimma

stofnuð 1992

Svavar Knútur hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Önnu Pálínu

Skrifa athugasemd

Á minningartónleikum um Önnu Pálínu Árnadóttur söngkonu, sem haldnir voru í Salnum sl. laugardag 9. mars, þegar 50 ár voru liðin frá fæðingu hennar, voru í fyrsta sinn veitt verðlaun úr Minningarsjóði um hana.  Verðlaunin, að upphæð 330.000 krónur, hlaut Svavar Knútur Kristinsson fyrir„framlag sitt til íslenskrar vísnatónlistar, hrífandi túlkun, nýsköpun í söngljóðagerð og lagasmíðum, endurnýjun hins þjóðlega tónlistararfs fyrir alla aldurshópa og starf í þágu ungra og upprennandi tónlistarmanna.“ Þá fylgdi verðlaununum sérstök hvatning til frekara samstarfs á Norðurlöndum.

Hanne & Svavar

Svavar Knútur kom fram á minningartónleikunum í Salnum og tók þar við verðlaununum, en það var hin þekkta vísnasöngkona Hanne Juul sem afhenti þau.

 

 

Minningarsjóður Önnu Pálínu Árnadóttur, söngkonu, var stofnaður að henni genginni í árslok árið 2004. Tilgangur hans er að verðlauna listamenn sem skara fram úr á sviði vísnatónlistar, ekki síst unga og upprennandi tónlistarmenn, en sjálf var Anna Pálína merkisberi vísnatónlistar á ferli sínum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s