Dimma

stofnuð 1992


Skrá ummæli

Gyrðir Elíasson hjá Dimmu

Dimma hefur samið við Gyrðir Elíasson um útgáfu bóka hans og jafnframt mun forlagið hafa forgöngu um samninga Gyrdir_0vegna útgáfu  á erlendri grund þar sem verk hans koma nú út í auknum mæli. Áður hefur Dimma gefið út hljóðbækur með verkum Gyrðis, en þar ber hæst tónskreytta útgáfu með lestri skáldsins sem kom út fyrir áratug og er löngu uppseld. Ný verk úr smiðju þessa öndvegishöfundar munu líta dagsins ljós þegar líður að hausti.

Samningurinn við Gyrði er á vissan hátt tímamótasamingur hjá forlaginu Dimmu, sem fram til þessa hefur lagt mesta rækt við útgáfu þýddra ljóða og hjóðbóka, auk öflugrar hljómplötuútgáfu á sviði vísna- og jazztónlistar. Bókaútgáfan verður nú efld til muna, en tónlistarútgáfan heldur jafnframt sínu striki.


Skrá ummæli

Listamenn Dimmu sigursælir

Listamenn Dimmu rökuðu til sín verðlaunum þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Fern verðlaun voru veitt í flokki jazz- og blústónlistar og komu þau öll í hlut Dimmu-manna. Kristján Tryggvi Martinsson, forsprakki K tríós hlaut þrenn verðlaun, en hann var valinn tónhöfundur ársins á sviði jazz- og blústónlistar, lagið Strokkur var valið jazzlag ársins og geisladiskurinn Meatball Evening er jazzplata ársins 2013.K_trio_Meatball_evening_lítil

Sigurður Flosason hlaut titilinn tónlistarflytjandi ársins í flokki jazz- og blústónlistar.

Recovered_JPEG Digital Camera_2463

 

 

 

 

Til að kóróna velgengni listamanna Dimmu var síðan lag Svavars Knúts, Þokan, sem hann samdi og flutti ásamt færeyska tónlistarmanninum Maríusi Ziska, valið lag ársins í Færeyjum árið 2013, en það var tilkynnt daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt. Hér er má hlusta á Þokuna.

Fimmfalt húrra fyrir okkar mönnum!Tokan_mynd


Skrá ummæli

Sigurður Flosason – tónlistarmaður ársins og Strokkur eftir Kristján Tryggva Martinsson – K tríó, tónverk ársins

Íslensku tónlistarverðlaunin eru veitt í dag. Sigurður Flosason hlýtur titilinn tónlistarmaður ársins á sviði jazz- og blústónlistar árið 2013 og Kristján Tryggvi Martinsson, forsprakki, K tríós, hlýtur verðlaunin í sama flokki fyrir tónverk sitt Strokkur af plötunni Meatball Evening.

Til hamingju með árangurinn!K_trio_Meatball_evening_lítil


Skrá ummæli

Þokan hans Svavars Knúts tilnefnd til færeysku tónlistarverðlaunanna

Svavar Knútur er tilnefndur til færeysku tónlistarverðlaunanna ásamt færeyska tónlistarmanninum Marius Ziska. Lag þeirra félaga heitir Tokan og hlaut tilnefningu sem lag ársins 2013. Verðlaunin verða veitt nk. laugardag 15. mars. Lagið er samið á íselnsku og færeysku og sungið á báðum tungumálum til skiptis.

Hér má sjá myndband við lagið: TokanTokan_mynd


Skrá ummæli

Blátt líf á 50 ára afmælinu

Nýr diskur Sigurðar Flosasonar sem ber heitið Blátt líf kom út á stórafmæli meistarans 22. janúar DIM 62 Blátt líf2014. Það má með sanni segja að hann hafi ekki setið auðum höndum síðustu misserin, því þetta er fjórði diskurinn á innan við ári, að vísu er þar um einn safndisk að ræða, en hinir tveir komu út hjá dönsku útgáfuni Storyvilla og hafa hlotið frábærar viðtökur.

Á Bláu lífi leikur Sigurður á saxófón, en auk hans er Þórir Baldursson á hammond orgel, Einar Scheving á trommur og  Jacob Fischer á gítar, en hann er einn fremsti jazzgítarleikari Dana. Á plötunni eru 11 ný lög eftir Sigurð, samin á undanförnum misserum, en platan á sér nokkurn aðdraganda í formi fyrri verka. Bláir skuggar og Blátt ljós eru diskar sem Sigurður gaf út  2007 og 2008; blúskennd, gamaldags jazztónlist með Hammondorgelið miðlægt. Árið 2011 kom svo Sálgæslan, sungin útfærsla sömu hugmyndar.  Blátt líf er því einhverskonar áframhald af því verkefni sem upphaflega var til gamans gert en hefur síðan undið rækilega upp á sig.


Skrá ummæli

Bóksalar velja Ekkert nema strokleður

Bóksalar hafa valið Ekkert nema strokleður eftir Mazen Maarouf þriðju bestu ljóðabók Ekkert nema strokledur_litilársins. Valið var kynnt í Kiljunni 11. desember. Bókin er einstök að því leyti að í henni birtist úrval ljóða skáldsins á arabísku og íslensku, en þýðendur eru Aðalsteinn Ásberg, Kári Tulinius og Sjón. Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp í byrjun september og 2. prentun rýkur út þessa dagana.


Skrá ummæli

Tilnefningar og góðir dómir

K tríó og Sigurður Flosason hlutu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hljómplata K tríós, K_trio_Meatball_evening_lítilMeatball Evening, sem kom út hjá Dimmu í júní, er tilnefnd sem hljómplata ársins í flokki jazz- og blústónlistar. Kristján Tryggvi Martinsson, forsprakki tríósins, er einnig tilnefndur sem höfundur ársins í flokki jazz- og blústónlistar og lag hans Strokkur af plötunni er tilnefnd sem tónverk ársins í sama flokki.

 

 

Plata Sigurður Flosasonar, Nightfall, sem hann gerði með danska hammondorgelleikaranum Kjeld NightfallLauritsen og kom út snemma árinu hjá Storyville, hlaut einnig tilnefningu  sem hljómplata ársins og Sigurður er ennfremur tilnefndur sem tónlistarflytjandi ársins í flokki jazz- og blústónlistar. Dimma dreifir Nightfall  á Íslandi.

 

Anno 2013_litil  Anno 2013 – frumraun Kristjáns Hrannars – hlaut       afar lofsamlegan dóm í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þar sagði Gunnar Dofri Ólafsson m.a.  „Í heild er platan skemmtileg og áhugaverð frumraun manns sem virðist í einhvers konar uppgjörshugleiðingum við sjálfan sig og aðra. Í því er hún bæði falleg og einlæg og jafnframt skemmtileg tónsmíð.“

Nýjasta plata Andrésar Þórs, Mónókróm, sem Dimma gaf út 2012, en kom nýverið út í Þýskalandi hjá Nordic Notes, fékk góða dóma i tímaritinu Hör – Tonträger, þar sem m.a. segir að tónlistin sé óvenjuleg þegar litið er til þess sem Nordic Notes stendur fyrir og minni meira á það sem hin þekkta útgáfa ECM standi fyrir.   „Die kontemplativen und jazzigen Elemente dominieren und DIM53ziehen den Hörer in ein magisches musikalisches Ambiente, das offensichtlich mit der isländischen Landschaft korrespondiert. Hier gibt es was zu entdecken - kann man nichts falsch machen. Sehr lässig!“  Einkar áheyrilegt!  

 

Follow

Get every new post delivered to your Inbox.