Dimma

stofnuð 1992


Skrá ummæli

Andrés Þór sendir frá sér Nordic quartet

DIM 64 Nordic quartetGítarleikarinn og tónsmiðurinn Andrés Þór sendir frá sér fjórðu plötu sína um þessar mundir. Platan nefnist Nordic quartet og á henni leika ásamt Andrési þeir Anders Lønne Grønseth á saxófóna og bassaklarinett, Andreas Dreier á kontrabassa og Erik Nylander á trommur. Hér er því sannkallaður norrænn kvartett á ferð, en á plötunni eru 9 frumsamin verk eftir Andrés Þór. Eins og áður, þegar Andrés Þór á í hlut, er um fjölbreytta tónlist að ræða, en þessi kvartett kom einmitt fram á jazzhátíð í Reykjavík síðsumars árið 2012 og hlaut þar afbragðs viðtökur. Einnig hlaut platan Mónókróm, sem Andrés Þór sendi frá sér fyrir tveimur árum, lofsamlega dóma og var m.a. tilnefnd til Íslensku tónlitarverðlaunanna. Hún var síðan gefin út í Þýskalandi sl. haust og í framhaldinu ákvað þýska útgáfan Nordic Notes að gefa nýju plötuna út samtímis íslensku útgáfunni.


Skrá ummæli

Gyrðir Elíasson hjá Dimmu

Dimma hefur samið við Gyrði Elíasson um útgáfu bóka hans og jafnframt mun forlagið hafa forgöngu um samninga Gyrdir_0vegna útgáfu  á erlendri grund þar sem verk hans koma nú út í auknum mæli. Áður hefur Dimma gefið út hljóðbækur með verkum Gyrðis, en þar ber hæst tónskreytta útgáfu með lestri skáldsins sem kom út fyrir áratug og er löngu uppseld. Ný verk úr smiðju þessa öndvegishöfundar munu líta dagsins ljós þegar líður að hausti.

Samningurinn við Gyrði er á vissan hátt tímamótasamingur hjá forlaginu Dimmu, sem fram til þessa hefur lagt mesta rækt við útgáfu þýddra ljóða og hljóðbóka, auk öflugrar hljómplötuútgáfu á sviði vísna- og jazztónlistar. Bókaútgáfan verður nú efld til muna, en tónlistarútgáfan heldur jafnframt sínu striki.


Skrá ummæli

Listamenn Dimmu sigursælir

Listamenn Dimmu rökuðu til sín verðlaunum þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Fern verðlaun voru veitt í flokki jazz- og blústónlistar og komu þau öll í hlut Dimmu-manna. Kristján Tryggvi Martinsson, forsprakki K tríós hlaut þrenn verðlaun, en hann var valinn tónhöfundur ársins á sviði jazz- og blústónlistar, lagið Strokkur var valið jazzlag ársins og geisladiskurinn Meatball Evening er jazzplata ársins 2013.K_trio_Meatball_evening_lítil

Sigurður Flosason hlaut titilinn tónlistarflytjandi ársins í flokki jazz- og blústónlistar.

Recovered_JPEG Digital Camera_2463

 

 

 

 

Til að kóróna velgengni listamanna Dimmu var síðan lag Svavars Knúts, Þokan, sem hann samdi og flutti ásamt færeyska tónlistarmanninum Maríusi Ziska, valið lag ársins í Færeyjum árið 2013, en það var tilkynnt daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt. Hér er má hlusta á Þokuna.

Fimmfalt húrra fyrir okkar mönnum!Tokan_mynd


Skrá ummæli

Sigurður Flosason – tónlistarmaður ársins og Strokkur eftir Kristján Tryggva Martinsson – K tríó, tónverk ársins

Íslensku tónlistarverðlaunin eru veitt í dag. Sigurður Flosason hlýtur titilinn tónlistarmaður ársins á sviði jazz- og blústónlistar árið 2013 og Kristján Tryggvi Martinsson, forsprakki, K tríós, hlýtur verðlaunin í sama flokki fyrir tónverk sitt Strokkur af plötunni Meatball Evening.

Til hamingju með árangurinn!K_trio_Meatball_evening_lítil


Skrá ummæli

Þokan hans Svavars Knúts tilnefnd til færeysku tónlistarverðlaunanna

Svavar Knútur er tilnefndur til færeysku tónlistarverðlaunanna ásamt færeyska tónlistarmanninum Marius Ziska. Lag þeirra félaga heitir Tokan og hlaut tilnefningu sem lag ársins 2013. Verðlaunin verða veitt nk. laugardag 15. mars. Lagið er samið á íselnsku og færeysku og sungið á báðum tungumálum til skiptis.

Hér má sjá myndband við lagið: TokanTokan_mynd

Follow

Get every new post delivered to your Inbox.